Ef að þú ert með marga bolta á lofti í krefjandi starfi og vilt skerpa fókusinn þinn og fá betri yfirsýn og árangur þá er árangursríkt að koma í stjórnendaþjálfun og styrkja þig sem stjórnanda. Fyrir þá sem eru í krefjandi umhverfi er líka mikilvægt að huga vel að eigin velferð, passa upp á streituna og setja heilbrigð mörk á milli vinnu og einkalífs. Það er krefjandi að bera ekki bara ábyrgð á sinni frammistöðu heldur líka frammistöðu teymisins.
Hvort sem þú ert nýr stjórnandi eða býrð yfir mikilli reynslu þá er það ómetanlegt að gefa sér rými til að hugsa upphátt og fá speglun á sig og vinna með stjórnendaþjálfa sem hefur það eina hlutverk að hjálpa þér að finna þína bestu leið til árangurs með aðferðum markþjálfunar.
Inga Þórisdóttir
Inga Þórisdóttir starfar sem stjórnendaþjálfi og hefur hún yfir tuttugu ára reynslu af störfum innan fjármálageirans og víðtæka stjórnunarreynslu. Í störfum sínum sem stjórnandi hefur Inga lagt áherslu á góð samskipti á vinnustað og uppbyggingu sterkrar liðsheildar þar sem traust og menning stöðugra umbóta ríkir.
Meira um Ingu >