Umsagnir viðskiptavina
Það skiptir öllu máli að stjórnendaþjálfunin sé að skila árangri og að viðskiptavinirnir séu ánægðir. Inga hefur fengið tækifæri til að vinna með ólíkum fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa verið fúsir til að gefa umsögn um sína upplifun eins og sjá má hér fyrir neðan.
“Í störfum mínum hjá RÚV hef ég nýtt þjónustu Ingu í formi stjórnendaþjálfunar með reglulegu millibili. Inga hefur hjálpað mér að spegla flókin starfsmanna- og skipulagsmál á jákvæðan og faglegan hátt. Að fá álit óháðs aðila er dýrmætur kostur fyrir stjórnendur. Reynsla Ingu og kraftar hafa sannarlega hjálpað mér og mínum stjórnendum að ná enn betri árangri í starfi.”
Bragi Ragnarsson, yfirmaður tæknimála RÚV
”Ég hef sótt stjórnendaþjálfun til Ingu Þórisdóttur. Þar hefur hún unnið með mér við að ná yfirsýn yfir áskoranir í stjórnendahlutverkinu. Ég get mælt heilshugar með Ingu og tel hana sýna mikla fagmennsku í sínum störfum.”
Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri, Hagstofu Íslands
“Inga er einstaklega hvetjandi og góður hlustandi. Hún er með mjög góða innsýn í störf og áskoranir stjórnenda. Hún spyr réttu spurninganna þannig að heildarmyndin verður skýrari og hefur hjálpað mér að sjá hlutina í öðru ljósi. Þjálfunin hefur hjálpað mér að skerpa fókus og öðlast betri yfirsýn. Ég gef Ingu mín bestu meðmæli.”
Inga Hrund Arnardóttir, Fjármálastjóri Orkunnar
Ég hef farið í markþjálfun hjá Ingu og get ég eindregið mælt með henni sem markþjálfa. Hún er réttsýn og spyr réttu spurninganna sem ýta við manni og hjálpa manni að finna hið rétta svar. Hún hefur þann kost að tala umbúðalaust en ávallt af mikilli virðingu og umhyggju sem fær mann virkilega til að hugsa hlutina upp á nýtt."
Björgheiður Albertsdóttir, Mannauðsstjóri Mannvit
„Fjarskiptastofa hefur nýtt sér stjórnendaþjálfun hjá Ingu Þórisdóttur með það að markmiði að styðja við starfsfólk í krefjandi verkefnum. Öllum starfsmönnum hefur staðið til boða að koma í ráðgjöf til hennar til að styrkja sig og efla í starfi og ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Inga hefur lag á að hjálpa fólki til að finna sína bestu leið og hefur ríkt mikil ánægja meðal þeirra sem hafa þegið að leita til hennar.“
Hrefna Ingólfsdóttir, sviðsstjóri Rekstrar Fjarskiptastofu