Starfsmannasamtöl

Starfsmannasamtöl eru árangursríkt stjórntæki sem oft er  vannýtt í stjórnun. Tíðari starfsmannasamtöl eru víða komin í stað  árlegra samtala með mjög góðum árangri. Markmið tíðari starfsmannasamtala er að tryggja betri samskipti, bæta upplýsingaflæði og veita tíðari endurgjöf. Allt eru þetta lykilþættir til að auka helgun starfsmanna sem er mikill ávinningur fyrir fyrirtæki.

Eitt besta stjórntækið til að hafa væntingar til starfsmanna skýrar og tryggja endurgjöf  er maður á mann samskipti. Með því að auka tíðni starfsmannasamtala þá er unnið að því að bæta endurgjöf, bæta upplýsingaflæði og stuðla að betri samskiptum starfsmanna við næsta yfirmann. Samband starfsmanns við næsta yfirmann hefur mikil áhrif á starfsánægju, líðan og frammistöðu í starfi. Það er mikilvægt í opnum vinnurýmum að skapa umgjörð um regluleg samskipti þar sem áherslan er á starfsmanninn, samskipti, starfsánægju, líðan á vinnustað, þjálfun, starfsþróun og stöðugar umbætur. 

Inga tók þátt í innleiðingu tíðari starfsmannasamtala á fyrri vinnustað með góðum árangri. Hægt er að fá námskeið sem er sérsniðið að þörfum fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Einnig er í boði að fá ráðgjöf og þjálfun við undirbúning og innleiðingu tíðari starfsmannasamtala eða til að efla stjórnendur í að taka starfsmannasamtöl.

Inga kennir reglulega námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands sem heitir “Árangursríkari starfsmannasamtöl“ .

Velkomið að hafa samband fyrir nánari upplýsingar með því að senda póst á inga@viaoptima.is

Vinnustofur og fyrirlestrar

Í umhverfi þar sem hraðinn er oft mikill er mikilvægt að nýta vel tímann og hámarka sem best hvernig hægt er að innleiða nýja þekkingu.  Vinnustofur eru öflugur vettvangur til að blanda saman fræðslu og umræðum í kjölfarið þar sem megin áherslan er á virka þátttöku allra og að raddir allra fái að heyrast. Það er mjög lærdæmsríkt að spegla sig í hvort öðru og heyra mismunandi sjónarhorn. 

Sálrænt öryggi á vinnustöðum

Það er mikið búið að rannsaka það hvað skiptir máli til að skipulagsheildir og teymi nái árangri. Sá þáttur sem er mikilvægastur og undirstaða annarra þátta er sálrænt öryggi. Hvað felst í sálrænu öryggi og af hverju skiptir svona miklu máli að það ríki sálrænt öryggi til að teymi og fyrirtæki nái árangri ? Farið yfir hvernig við vinnum að því að skapa sálrænt öryggi og viðhalda því. Lögð er áhersla á að tengja efnið við raunveruleg dæmi .

Bæði hægt að fá sem fyrirlestur eða sem vinnustofu.

Er brjálað að gera ?

Á tímum endalausra breytinga þá skiptir hugarfar okkar miklu máli og að við tileinkum okkur sjálfsmildi í hvirfilbyl verkefna og áskorana. Fjallað er um hvernig við getum tekið stjórnina þegar það er mikið áreiti og álag, bæði í vinnu og einkalífi. Hverjir eru helstu streituvaldarnir, bæði í ytra umhverfi og innri streituvaldar sem eru okkar eigin kröfur. Hvernig er best að takast á streituvaldana og hvaða bjargráð höfum við ?

Bæði hægt að fá sem fyrirlestur og vinnustofu.

Jákvæð samskipti og menning á vinnustöðum

Menningin, þetta óáþreifanlega sem við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir en sem hefur mikil áhrif á hegðun, viðhorf og framkomu. Erum við meðvituð um það sem er jákvætt í okkar daglegu samskiptum á vinnustaðnum og er hluti af menningu okkar, eða þurfum við að endurmeta hvað okkur líkar við í okkar menningu. Hvað er í menningu skipulagsheildarinnar sem er að styðja við starfsemina og hvað er það sem gerir það ekki? Er meðvirkni og EKKO hluti af því sem fær að viðgangast í menningu okkar?

Vinnustofa með hópavinnu, umræðum og þátttöku allra.

Velkomið að hafa samband fyrir allar nánari upplýsingar með því að senda póst á inga@viaoptima.is