Mannauðsdagurinn
Kynningarbás á mannauðsdeginum í Hörpu í október 2022
Starfsemin kynnt á mannauðsdeginum
Inga og Anna María hjá Víðsýni voru saman með bás á mannauðsdeginum í Hörpu og kynntu starfsemi sína.
Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og viðtökurnar og áhuginn á starfsemi þeirra var langt umfram það sem þær gerðu ráð fyrir. Boðið var upp á kaffi og súkkulaði á básnum og hægt að fá sér sæti í mjúkum og góðum hægindastól á meðan spjallað var. Mikið var spurt út í stjórnendaþjálfunina, og líka mikill áhugi á vinnustofuforminu, þar sem blandað er saman fyrirlestri, hópavinnu og umræðum þátttakenda. Mannauðsstjórar og mannauðsfólk er fjölbreyttur og metnaðarfullur hópur og rauði þráðurinn í því sem rætt var, eru þær fjölmörgu nýju áskoranir sem vinnustaðir eru að takast á við.
Það er skemmtilegra að vera tvær að vinna saman í kynningarmálum og betra að vinna saman en að vera í samkeppni, báðar eru þær stuttu farnar að vinna sjálfstætt og það skiptir máli að láta vita af sér. Það voru þreyttar en glaðar konur sem pökkuðu saman eftir daginn, búnar að hitta svo mikið af skemmtilegu fólki og tala við svo marga og víkka tengslanetið. Það voru skipulagðir fundir og teknar ákvarðanir um kaffibolla sem þyrfti að drekka saman og ræða málin enn frekar.